Götuhús

Íbúaskrá
Staðsetning helstu bæja og býla í Reykjavík og nágrenni árið 1703. Kort af vesturhluta Reykjavíkur 1787. Götuhús var ein af hjáleigum Víkur (Reykjavíkur).


Götuhús árið 1836 samkvæmt teikningu Gaimards. Götuhús voru nokkurn vegin mitt á milli Landakots og Grjóta, stóðu þar sem nú er Túngata 25 og 27.
Ekki er vitað hvenær byggð hófst í Götuhúsum en samskvæmt manntali 1703 virðist búa þar ein fjölskylda. Við stofnun Innréttinganna um miðja 18. öld var ákveðið að leggja tún Götuhúsa til þeirra. Lauk þá að mestu búskap en tómthúsbýli rísa þess í stað. Þegar Innréttingarnar eru boðnar upp um 1800 kaupir Westy Petræus, einn helsti kaupmaðurinn í Reykjavík á þeim tíma, Götuhús sem og flestar aðrar eignir innréttinganna. Götuhúsum hnignaði mjög uns Geir Zoega stórgrosser þess tíma eignast þau árið 1863. Hann hóf þegar miklar jarðarbætur, lét rífa kotin og slétta yfir, enda þá flest í eyði eða að hruni komin og naumast mannabústaðir. Nefndust túnin Geirstún eftir það, þangað til svæðið tók að byggjast um eða eftir aldamótin 1900.


Málverk Jóns Helgasonar biskups af Götuhúsum eins og hann telur að þau hafi litið út um miðja 19. öld.