Halakot

Íbúaskrá


Kort af Reykjavík frá árinu 1787 sem sýnir alla bæi í vesturbænum. Þar má m.a. sjá Hala eða Halakot eins og það var ýmist kallað. Getið um bæinn í heimildum frá 1787 og Hali virðist hafa byggst snemma snemma úr landi Hlíðarhúsa. Tvíbýli var þar á fyrri hluta 19. aldar. Stóð þar sem nú eru gatnmót Ránargötu og Bræðraborgarstígs, en staðsetning þó frekar ónákvæm. Árið 1882 var byggt timburhús sem nefndist Hali að Bræðaborgarstíg 4-6 og árið 1896 var byggður steinbær sem einnig nefndist Hali að Bræðraborgarstíg 5. Hugsanlegt er að gamli torfbærinn hafi staðið þar á milli en í heimildum segir að lóð Hala virðist hafa tekið yfir mikinn hluta svæðisins þar sem Bræðraborgarstígur og Ránargata mætast. Ellert Schram skipstjóri (afi Ellerts Schram fótboltakappa og ritstjóra) byggði hús um aldamótin sem enn stendur og telst Bræðraborgarstígur 4. Árið 1934 var leyft að reisa steinhús á lóðinni og ber það sama húsnúmer, 4a.


Teikning af Reykjavík byggð á korti frá 1801. Athygli vekur að Halakot er ekki merkt inn á myndina (ætti að vera þar sem rauða örin bendir). Í vesturbænum eru aðeins Hlíðarhús og Ánanaust sýnd. Vafalaust er hér einfaldlega um ónákvæmni að ræða. Það taldist eflaust lítil yfirsjón á þeim tíma þótt einn eða tvo tómthúsbæi vantaði á kortið.

Ljósmynd af torfbæ við Bakkastíg 5 sem reistur var árið 1885. Myndin er líklega tekin nálægt aldamótunum 1900, en fyrir 1900 voru flest húsin við Bakkastíg torfbæir. Fyrsti bærinn við Bakkastíg var torfbær sem stóð við Bakkastíg 9 og hét Garðhús. Sá bær var byggður fyrir 1850, steinbær sem enn stendur var byggður á lóðinni árið 1868. Útsýni úr vesturbænum yfir Örfirisey. Örfiriseyjargrandi og Grandabót. Ófært var út í Örfirirey um flóð , áður en hafnarframkvæmdir hófust 1913.
Ljósmynd af bæjarstæði Halakots á gatnamótum Bræðraborgarstígs og Ránargötu. Ljósmynd af steinbænum Garðshús sem stendur á svipuðum stað og torfbær með sama nafni stóð.