Hlíðarhús


Hlíðarhúsabæirnir um 1870 samkvæmt málverki Jóns Helgasonar biskups. Hlíðarhúsabæirnir voru: Norðurbær, Vesturbær, Sund, Skáli, Miðbær, Jónsbær og Austurbær. Allir þessir bæir nema Vesturbærinn voru rifnir fyrir aldamótin 1900. Hlíðarhús stóðu þar sem nú er Vesturgata 24 og 26 og skáhallt niður að gatnamótum Ægisgötu og Nýlendugötu.

Hlíðarhúsabæirnir um 1870, séð til vesturs. Málverk Jóns Helgasonar. Hlíðarhúsabæirnir fyrir aldamótin 1900. Málverk eftir Benedikt Gröndal.
Séð vestur eftir Vesturgötu árið 1897. Sjá má Austurbæ Hlíðarhúsa á miðri mynd. Stígurinn var upphaflega troðingur sem nefndist Hlíðarhúsastígur og náði vestur að Ánanustum. Á seinni hluta 19. aldar fékk hann heitið Læknisgata eftir að Jón Thorsteinsson læknir byggði hús sunnan megin við veginn, þar sem í dag er Ránargata 13. Það var ekki fyrr en á 20. öld sem Vesturgötunafnið nær fótfestu. Maður á hestbaki við vesturbæ Hliðarhúsa, væntanlega einhvern tíma á tímabilinu 1910-1920.
Ljósmynd af vesturbæ Hlíðarhúsa sem Jón Björnsson kaupmaður í Grófinni tók trúlega á tímabilinu 1910-1920. Sýnilega er ástand bæjarins þarna mun betra en á myndinni hægra megin sem er af sama bæ einhverjum árum síðar. Vesturbær Hlíðarhúsa um árið 1920. Vesturbærinn stóð lengst Hlíðarhúsabæjanna og var ekki rifinn fyrr en 1927 og þá með síðustu torfbæjum í Reykjavík. Þessi hluti Hliðarhúsa stóð þar sem nú er Ægisgata til móts við Nýlendugötu. Þar við hliðin á stendur í dag gamalt timburhús sem ber nafnið Hlíðarhús.
Ljósmynd af vesturbæ Hlíðarhúsa, tekin á tímabilinu 1910-1920. Ljósmynd frá 1900 af einum Hlíðarhúsabæjanna.
Teikning af vesturbæ Hlíðarhúsa, trúlega frá um 1920. Þar sem norðurbær Hlíðarhúsa stóð var reist timburhús sem sést á myndinni. Það hús stendur enn og ber nafnið Hlíðarhús.
Uppsátur Hlíðarhúsamanna nálægt aldamótunum 1900, en Hlíðarhúsamenn voru annálaðir sjósóknarar.


Bátar í fjörunni hjá Hafnarstræti. Stóra húsið vinstra megin á myndinni er Glasgow. Hægra megin við Glasgow má sjá bæi við Vesturgötu og í Hlíðarhúsalandi. Allmargir torfbæir tómthúsmanna stóðu á þessu svæði. Myndin er tekin árið 1872.