Hólakot

Íbúaskrá
Kort af Reykjavík frá árinu 1787. Á kortinu má m.a. sjá Hólakot og Hólavallaskóla, Melshús og Melkot. Hólakot var ein af hjáleigum Reykjavíkur. Lítilfjörlegt kot skv. jarðabók Árna og Páls 1703. Þar var síðar tvíbýli. Hólakot var rifið upp úr aldamótunum 1900. Stóð þar sem nú er Suðurgata 16 eða örlítið vestar. Teikning sýnir bæi við Suðugötu árið 1787, sem þá er aðeins troðningur. Teikningin byggir á eldri gögnum, m.a. kortinu vinstra megin. Bláa örin bendir á Hólakot. Rauða örin bendir á Melshús sem var einnig hjáleiga frá Reykjavíkurbænum.
Teikning Jón Helgasonar biskups frá árinu 1886 sýnir Hólakot, Skólabæ og Melshús. Lækjarkot sést í forgrunni. Lengst til hægri má sjá Hólavallamylluna. Miðað við afstöðu bygginga gæti myndin verið teiknuð úr Lærða skólanum. Málverk Brynjólfs Þórðarsonar frá 1921 málað eftir eldri gögnum, m.a. myndinni vinstra megin. Auk torfbæjanna sem áður eru nefndir má sjá húsin við Lækjargötu 10 og Skólabrú 2 sem eru nánast í óbreyttri mynd í dag.
Málverk Jóns Helgasonar biskups sýnir Hólakot og Hólavallamyllu um 1840. Málverkið er málað um 50 árum síðar og byggir á eldri kortum og gögnum. Kona situr við Hólavallamyllu. Ljósmyndin er sögð tekin um 1860 og því með elstu íslensku ljósmyndum. Í baksýn eru torfbæir í Grjótaþorpi.
Örin bendir á Hólakot en hægra megin er Hólavallamylla efst á hæðinni. Einnig sjást Skólabæir og Melshús. Neðan við Hólakot sést dökkt timburhús sem hét Brunnhús, áður torfbær. Þar var fyrsta vatnsból Reykvíkinga.
Hólavallaskóli var reistur í landi Hólakots þegar skólinn fluttist frá Skálholti. Hólavallaskóli var starfræktur frá 1786 til 1805 þegar skólinn fluttist til Bessastaða og starfræktur þar til ársins 1845 þegar húsnæði Lærða skólans í Reykjavík var byggt. Skólahúsið í Skálholti þótti lélegt en húsnæði Hólavallaskóla reyndist lítil bót, það hélt hvorki vatni né vindi og skólastarf lagðist af á köflum vegna þess. Þess er getið að skólapiltar hafi margir verið í fæði í Melshúsum.
Ljósmynd Sigfúsar Eymundsonar tekin frá Hólavöllum yfir Kvosina árið 1884. Torfbærinn Hólakot sést hægra megin á myndinni. Tímasetja má myndina út frá byggingarári Suðurgötu 8 sem er í byggingu.
Séð frá Hólavöllum einhvern tíma á tímabilnu 1884 til 1886. Húsið við Suðurgötu 8 er þarna fullbyggt. Hólakot sést hægra megin. Ljósmynd tekin á svipuðum slóðum 15 árum síðar, nálægt aldamótum 1900. Byggðin í Kvosinni hefur þést töluvert. Iðnó, Miðbæjarskólinn reistur 1898 og fleiri þekkt hús eru risin. Hólakot má sjá hægra megin á myndinni verulega breytt. Bærinn snéri áður N-S en hefur nú gafl sem vísar til vesturs.
Séð yfir Tjörnina frá Hólavöllum um 1900. Torfbærinn Hólakot í forgrunni. Á þessum tíma þótti Hólakot hálfgert hreysi nýtt af undirmálsfólki þess tíma. Drykkjuskapur loddi við marga íbúa torfbæjanna. Um aldamótin 1900 var rætt um óeirðarmenn eins og Óla í Hólakoti, Jón sinnep og Stjána bláa sem sagðir voru konungar götunnar í krafti ölæðis og ofstopa.
Horft til austurs frá Hólavöllum. Torfbærinn Hólakot sést fyrir miðri mynd sem er sögð tekin 1906. Talið var að Hólakot hafi verið var rifið 1904 sem stemmir ekki miðað við þesa mynd. Fríkrirkjan sem sést á myndinni var byggð 1903 og viðbygging kirkjunnar 1905 til hliðsjónar. Svipað sjónarhorn þó aðeins sunnar. Myndin er eign Þjóðminjasafnsins og sögð vera frá 1906. Þarna sést Hólakot einnig uppi standandi. Því stóð torfbærinn Hólakot a.m.k. til ársins 1906 ef þessar ljósmyndir eru rétt tímasettar. Með nákvæmari skoðun á húsum í grennd ætti þó að vera hægt að kveða upp úr með það.
Ljósmynd Jóns Björnssonar kaupmanns frá um 1920, tekin á svipuðum slóðum og myndirnar að ofan. Hólakot horfið með öllu.