Skólabær

Íbúaskrá

Ljósmynd sem sýnir frá hægri, Skólabæ (ber við ljósastaurinn), Melshús, líkhúsið inni í kirkjugarðinum og Melkot. Skólabær var reistur stuttu eftir að Hólavallaskóli var rifinn árið 1807 og má vafalítið rekja nafn bæjarins til skólans. Þetta var lengst af þriggja bursta torfbær sem stóð fram undir árið 1900. Bærinn stóð þar sem nú er Suðurgata 26.

Málverk Brynjólfs Þórðarsonar málað árið 1921 eftir heimildum, sýnir hlíðina vestan tjarnarinnar. Örin bendir á Skólabæ. Fremst á myndinni, austan megin tjarnar, er torfbærinn Lækjarkot sem stóð þar sem nú er Lækjargata 12. Steinhúsið hægra megin við Lækjarkot stendur enn, mikið til óbreytt. Teikning Jóns Helgasonar frá árinu 1886 sýnir útsýnið frá Lærða skólanum út yfir tjörnina. Örin bendir á Skólabæ, en hægra megin er torfbærinn Hólakot og Hólavallamyllan þar fyrir ofan. Vinsta megin má sjá Melshús.
Ljósmynd af ferðamönnum sem hafa tjaldað við tjörnina. Í baksýn má sjá bæina vestan tjarnarinnar. Örin bendir á Skólabæ. Húsið sem í dag stendur við Suðurgötu 26 ber sama heiti og torfbærinn og stendur á sama stað.