Stöðlakot

Íbúaskrá


Stöðlakot var ein af hjáleigum Víkur (Reykjavíkur) og ásamt Skálholtskoti einu hjáleigurnar austan læks. Á þessum uppdrætti frá 1801 er rauður hringur utan um Stöðlakot en ofar á myndinni má sjá Skálholtskot og neðar Þingholt sem var ná nýlega reistur og stóð þar sem nú er Þingholtsstræti 3 og Þingholtin eru kennd við.
Sjá má götuslóða sem gengur frá miðbænum að Stöðlakoti og þaðan að Skálholtskoti og svo áfram að Móakoti. Þessi slóði varð síðar Laufásvegur.

Uppdráttur Sveins Sveinssonar frá árinu 1876 sem sýnir m.a. staðsetningu Stöðlakots (hvíti hlutinn innan rauða hringsins). Dökki kassinn í hringnum er bókhlaða Lærða skólans (nú MR). Teikning Aege Nielsen hægra megin sýnir staðsetningu Stöðlakots. Teikningar Aege voru gerðar á seinni hluta 20. aldar og byggja á eldri gögnum m.a. korti Sveins.


Málverk Jóns Helgasonar biskups af Dómkirkjunni og næsta nágrenni eins og umhorfs var um 1840, en málverkið er málað hálfi öld síðar. Vinsta megin við dómkirkjuna má sjá Stöðlakot, en hægra megin má sjá Skálholtskot.

Málverk Jón Helgasonar biskups frá 1892. Torfbæjaþyrpingin hægra megin á myndinn er Stöðlakot. Latínuskólinn og Bókhlaðan eru í bakgrunni. Steinbærinn Stöðlakot sem byggður var á grunni gamla torfbæjarins um 1880 og stendur enn í dag.