Þingholtsbæir


Þingholtsbæirnir á ljósmynd frá um 1870. Þingholtsbæirnir voru Þingholt, Magnúsarbær, Sigvaldabær, Sigríðarbær og Suðurbær. Stóðu þar sem nú er Þingholtsstræti 3 - 9. Bærinn Þingholt var fyrst byggður árið 1765, en hinir Þingholtsbæirnir voru byggðir um og upp úr 1800.


Þingholtsbæirnir á málverki eftir Jón Helgason, sagt vera frá 1872. Með samanburði við ljósmyndina hér að ofan er ljóst að málverkið er málað eftir ljósmyndinni.

Teikning af smiðju Jónasar Helgasonar járnsmiðs í Bakarabrekkunni, seinna Bankastræti. Í baksýn má sjá nokkra af Þingholtsbæjunum. Teikningin er frá um 1870 og eftir Jón Helgason eins margar aðrar. Ljósmynd frá um 1890 af myllunni í Bankastræti. Myllan stóð þar sem nú er Bankastræti 10. Vinstra megin á myndinni má sjá einn af Þingholtsbæjunum, trúlega Þingholt eða Magnúsarbær. Hægra megin á myndinni má af torfbæ sem stóð þar sem nú er Ingólfsstræti. Það er væntanlega torfbærinn Bjarg sem rifinn var árið 1892.