Bæir norðan Vesturgötu


Teikning Aage Olsen Aanum af Kvosinni og vesturhluta Reykjavíkur byggð á kortum frá 1801 og öðrum samtímaheimildum. Torfbæir þar sem nú er norðurhluti Grjótaþorps og við Vesturgötu eru merktir með bókstöfum:
  a: Hlíðarhús
  b: Sjóbúð
  c: Þorfinnsbær
  d: Marteinsbær (oftar nefndur Borgarabær)
  e: Fabersfjós
  f: Helgakot (oftar nefnt Vigfúsarkot)
  g: Hjallakot (oftar nefndur Arabær)
  h: Hákonarbær
Taka ber staðsetningu torfbæja á teikningunni með ákveðnum fyrirvara. Til að mynda sést móta fyrir Hlíðarhúsastíg, síðar Vesturgötu, og Þorfinnsbær er sýndur norðan stígsins sem stenst ekki. Einnig var fjarlægðin milli Arabæjar og Hákonarbæjar meiri en teikningin sýnir.

Hluti úr korti Sveins Sveinssonar frá 1876. Sýnir torfbæi við Hlíðarhúsastíg, síðar Vesturgötu. Torfbæirnir eru: a:Hlíðarhús, b:Merksteinn, c:Klettakot, d:Helluland, e:Hóll, f:Vigfúsarkot, g:Gróubær, h:Dúkskot
Kort Sveins Sveinssonar frá 1876 sett ofan á götukort í dag. Torfbæir merktir með bókstöfum eru: Helluland (A), Merkisteinn (B), Klettakot (C), Gróubær (D), Dúkskot (E), Hóll (G) og Vigfúsarkot (H). Til viðbótar er Glasgow (X) og Sjóbúð (Y) merkt á myndinni. Í horninu neðst til vinstri má sjá legu Hlíðarhúsa. Líkan sem sýnir byggðina við Vestugötu árið 1886. Torfbæir eru grænmerktir á myndinni. Efst hægra megin er Landakot, þá óbyggt allt í kring.


Horft til vesturs úr fjörunni hjá Grófinni um 1890. Stóra húsið vinstra megin er Glasgow. Við hliðin á er Sjóbúð sem er reisulegt timburhús byggt var 1859 í stað torfbæjar með sama nafni. Hægra megin sjást tómthúsbýli norðan við Hlíðarhúsastíg, núverandi Vesturgötu. Á þessu svæði voru allnokkrir torfbæir um miðja 19. öld. Þeir voru auk Sjóbúðar, Hóll, Helluland, Merkisteinn, Klettakot og Jafetsbær. Dúkskot og Gróubær voru á sömu slóðum við Garðastræti.


Teikning af Reykjavík frá Hólavallatúni. Örin vinstra megin bendir á torfbæi við Vesturgötu. Örin hægra megin bendir á torfbæi í Grjótaþorpi. Ætla má að þessi teikning sé frá miðri 19. öld.

Málverk Jóns Helgasonar biskups af Hellulandi. Helluland, stundum nefnt Höll eða Skíthöll til háðungar þótti eitt aumasta kotið í Reykjavík og ýmsar lýsingar eru til því til staðfestingar. Teikning Michalel Lund frá 1852 af torfbæ í vesturbænum, ekki er vitað með vissu hvaða bær þetta er.
Stórhýsið Glasgow árið 1885. Það var reist 1863 í Grjótaþorpinu á lóðum Borgarabæjar og Þorfinnsbæjar, sem þá voru rifnir auk Vigfúsarkots sem stóð að svipuðum slóðum. Glasgow eyðilagðist í stórbruna 18. apríl 1903. Þá bjuggu þrjátíu manns í húsinu. Almenningur kallaði húsið gjarnan glerskó, taldi lítið vit í nafninu. Verslunin Liverpool í forgrunni árið 1890. Húsið sem stendur við Vesturgötu 3 er að mestu óbreytt í dag. Það mótar fyrir Vesturgötu hægra megin við Liverpool, en gatan kallaðist áður Hlíðarhúsastígur enda upphaflega slóði að Hlíðarhúsum og Ánanaustum. Stórhýsið Glasgow sést í bakgrunni.
Torfbærinn Gróubær á horni Vesturgötu og Garðastrætis er hægra megin á myndinni. Myndin er trúlega tekin nálægt aldamótum 1900, en Gróubær var rifinn um 1920. Í sumum heimildum segir að þetta sé bærinn Hóll við Vestugötu en það stenst vart. Steinbærinn Hóll um 1940, stóð við Vesturgötu 9.
Sjóbúð, hús Geirs Zoega var byggt árið 1860 en áður stóð þar torfbær með sama nafni. Vinstra megin má sjá gaflinn á Glasgow. Sjóbúð stóð þar sem í dag er Vesturgata 7. Torfbærinn Sjóbúð var reistur um 1770 sem sjóbúð frá Grjóta og fyrst nefndur Litli-Grjóti. Timburhúsið stóð til 1962. Myndin er trúlega tekin um eða uppúr 1890. Bæjarstæði torfbæjarins Merkisteins var á sama stað og gráleita steinhúsið við Vesturgötu 12, sem ber sama nafn. Myndin er tekin frá þeim stað sem torfbærinn Dúkskot stóð.